Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
sunnudagur, desember 05, 2004

Requiem

Undanfarna daga höfum við í söngskólanum verið upptekin við að æfa og æfa Prakkarann og við í Óperukórnum við að æfa og æfa Requiem sem við síðan fluttum í gær við góðar undirtektir. Tónleikarnir voru haldnir í Langholtskirkju og hófust klukkan eitt síðastliðna nótt. Nú spyrja margir sig kannske "hvers vegna í ósköpunum klukkan eitt að nóttu?" Við því er einfalt svar: Mozart (sá sem samdi Requiem ásamt nemanda sínum Susmayr, ekki skrifað svona en það eru ekki réttir stafir á lyklaborðinu) lést við gerð 7. kafla Requiem klukkan eitt að nóttu, rétt eftir að hann hafði lokið við að gera áttunda takt Lacrimosa. Þegar við komum að þeim takti stoppuðum við, Garðar slökkri á kerti sem stóð við hlið hans og ljósin dofnuðu. Þvínæst byrjuðum við aftur á Lacrimosa og héldum áfram. Þetta var magnþrungið, við þorðum varla að anda. Félagi okkar Gústa, Hakan, kom á tónleikana au mömmu, pabba, Solveigu, Gústa, Maher-félaga okkar og manni sem Gústi kallar Áka, sem er frá Noregi. Allavega... Hakan hefur farið á Requiemtónleika í Istanbúl og Palestínu og var alveg á því að þetta væri besta uppsetningin sem hann hafði séð.
Jájá.. annars gengur allt vel hjá mér, þannig séð, bara svona venjulega... ég er nýlaus við kvef og hálsbólgu og er að fá meira, þannig að ég er ekkert hress með það. Vinnan gengur líka ágætlega, þótt maður verði nú stundum svolítið þreytt á þessum krökkum, ef þið skiljið hvað ég á við ;)


skrifað af Runa Vala kl: 13:59

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala